Sigra sjúkraþjálfun

Læknavaktinni í Austurveri

Tímapantanir í síma 556-1300
eða sigra@sjukrathjalfari.is.
Opnunartími alla virka daga
08.00 til 16.30

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun er samvinna margra aðila. Skoðun og viðtal þarf að vera vandað svo hægt sé að greina vandamálið sem best til að meðferð skili sem mestum árangri. Samstarf við lækna er mikilvægt en samvinna sjúkraþjálfara og einstakling er það sem skiptir öllu máli. Saman er hægt að sigra vandamálin.

Verkir í baki eða verkir í hálsi, höfði, mjöðmum, öxlum eða hnjám er algengasta ástæða heimsókna til sjúkraþjálfara. Einnig afleiðingar umferðarslysa sem geta verið margþætt, og svo sjúkraþjálfun fyrir og eftir aðgerð hjá lækni.

Viðtal, skoðun og greining, liðlosun, liðkandi og styrkjandi æfingar, jafnvægisæfingar og fræðsla er það sem sjúkraþjálfari og einstaklingur vinna með til að árangur náist.

Sveinn Sveinsson, sjúkraþjálfari MTc

Sveinn hefur sérhæft sig í meðhöndlun á bak og háls vandamálum, höfuðverkjum og afleiðingum umferðarslysa. Sveinn, hefur starfað við sjúkraþjálfun frá 1995. Með sérhæft nám í Manuel Therapy sem er sérhæfð skoðun og meðferð á hrygg og útlimaliðum.

Sveinn Sveinsson

Ari Már Fritzson, sjúkraþjálfari BSc

Útskrifaður 2007 frá sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands. Vann hjá Gáska sjúkraþjálfun frá 2007 til 2019. Hefur unnið með ýmsum íþróttaliðum aðallega í handbolta og fótbolta, bæði félagsliðum og landsliðum. Áhugasvið eru mjaðmavandamál og vandamál neðri útlima en sinni allri sjúkraþjálfun. Regluleg endurmenntun. Er meðal annars með nálastungumeðferð.

Ari Már Fritzson

Sævar Ómarsson, sjúkraþjálfari BSc

Útskrifaðist 2009 frá sjúkraþjálfunarskor Háskóla Íslands. Vann hjá Gáska sjúkraþjálfun í 10 ár, á tímabilinu 2009-2019. Hefur unnið með ýmsum íþróttaliðum í fótbolta, handbolta og körfubolta, hjá félagsliðum og yngri landsliðum. Áhugasviðið er vítt og sinnir allri almennri sjúkraþjálfun.

Sævar Ómarsson

Bjartmar Birnir, sjúkraþjálfari BSc

Útskrifaður íþróttafræðingur árið 2006 og sjúkraþjálfari árið 2012 frá Háskóla Íslands. Vann hjá Gáska sjúkraþjálfun frá árunum 2012-2019 og Sjúkraþjálfun Reykjavíkur 2019-2021. Starfaði sem sjúkraþjálfari meistaraflokks KR í körfuknattleik 2012-2020 en starfar nú sem sjúkraþjálfari körfuknattleiksdeildar Vals. Hefur einnig unnið með yngri landsliðum KKÍ og A-landsliði BLÍ. Regluleg endurmenntun. Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar er almenn sjúkraþjálfun og líkamleg heilsa.

Bjartmar Birnir

Hafðu samband

SIGRA sjúkraþjálfun er til húsa í Læknavaktinni Austurveri. Tímapantanir í síma 556-1300 eða á sigra@sjukrathjalfari.is. Opnunartími er 08.00 til 16.30 alla virka daga.