Útskrifaðist með MS í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2025. Menntaður jógakennari með almenn jógakennararéttindi, Yin jóga og barnajóga. Starfaði á sjúkraþjálfunardeild Hrafnistu í Reykjanesbæ á árunum 2024-2025. Sinnir almennri sjúkraþjálfun og hefur sérstakan áhuga á öndunar- og lungnasjúkraþjálfun, barnasjúkraþjálfun, bandvefssjúkdómum (m.a. EDS/hEDS), POTS og jafnvægisvandamálum. Veitir einnig nálastungumeðferð.