Útskrifaðist 2025 með meistaragráðu, MS, í sjúkraþjálfun frá HÍ.  Hef unnið sjúkraþjálfunarverkefni með ýmsum íþróttaliðum, aðallega með ÍR og Fylki og einnig með yngri landsliðum Íslands í knattspyrnu. Þar að auki hef ég starfað við knattspyrnuþjálfun og styrktarþjálfun hjá ÍR, Fylki og Stjörnunni frá 2019. Ég er einnig með BS gráðu í íþrótta-og heilsufræði frá Háskóla Íslands og með UEFA B þjálfaragráðu. Áhugasvið innan sjúkraþjálfunar er almenn sjúkraþjálfun og íþróttasjúkraþjálfun.